BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sunnudaginn 8. október sl. Hildi Sigurðardóttur til að gegna starfi aðstoðarprests við Seltjarnarneskirkju en hún er ráðin í hálft starf á vegum safnaðarins. Sr. Hildur mun hafa yfirumsjón með öllu barna- og unglingastarfi kirkjunnar auk þess sem hún mun skipuleggja fræðslustarf safnaðarins.
Nýr aðstoðarprestur

við Seltjarnarneskirkju

BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði sunnudaginn 8. október sl. Hildi Sigurðardóttur til að gegna starfi aðstoðarprests við Seltjarnarneskirkju en hún er ráðin í hálft starf á vegum safnaðarins. Sr. Hildur mun hafa yfirumsjón með öllu barna- og unglingastarfi kirkjunnar auk þess sem hún mun skipuleggja fræðslustarf safnaðarins.

Sr. Hildur verður sett inn í embætti við messu sunnudaginn 22. október kl. 11 og mun prófastur, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, setja hana í embætti. Eftir messu fagnar söfnuðurinn komu sr. Hildar að söfnuðinum og verða bornar fram veitingar í safnaðarheimilinu.

Morgunblaðið/Kristinn HERRA Ólafur Skúlason, biskup Íslands, vígði Hildi Sigurðardóttur sem aðstoðarprest í Seltjarnarnesprestakalli við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Á myndinni eru f.v. vígsluvottarnir dr. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Seltjarnarnesi, herra Ólafur Skúlason, sr. Hildur Sigurðardóttir, Guðmundur Þorsteinsson prófastur og Hjalti Guðmundsson Dómkirkjuprestur.