VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. mun hafa opið hús í Ármúla 3 fyrir unga ökumenn á aldrinum 17­24 ára. Á fundinum verður fjallað um afleiðingar umferðarslysa með sérstakri skírskotun til ungs fólks. Í fréttatilkynningu segir m.a.
Umferðarfundur VÍS

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hf. mun hafa opið hús í Ármúla 3 fyrir unga ökumenn á aldrinum 17­24 ára. Á fundinum verður fjallað um afleiðingar umferðarslysa með sérstakri skírskotun til ungs fólks.

Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Undanfarna 12 mánuði hefur VÍS lagt mikla áherslu á að ná til ungra ökumanna í þeirri viðleitni að sporna við umferðarslysum og óhöppum meðal þessa aldurshóps, en þess má geta að þriðjungur allra þeirra sem slasast og látast í umferðinni er á aldrinum 17­24 ára. Á þessu tímabili hafa verið haldnir yfir 50 fundir um land allt þar sem mætt hafa yfir 3.000 ungmenni.

Nú hyggst VÍS reyna að ná til ungmenna á höfuðborgarsvæðinu og hefur ákveðið að efna til opinna funda tvisvar í mánuði í húsnæði félagsins að Ármúla 3, 5. hæð. Til þess að ná til sem flestra ungmenna hefur VÍS leitað samstarfs við Ökukennarafélags Íslands en ökukennarar munu hvetja nemendur ökuskólanna til þess að mæta á umferðarfundina."