Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Ludador, Úranus, Mælifell og Kyndill. Baldvin Þorsteinsson fer út í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag fór Santa. Hofsjökull kemur í dag og Strong Icelanderkemur í nótt og fer aftur á sunnudag. Þá fer Haraldur á veiðar.
Í dag er laugardagur 21. október, 294. dagur ársins 1995. Kolnismeyjamessa. Orð dagsins er: Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.

(Kól. 3, 17.) Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Ludador, Úranus, Mælifell og Kyndill. Baldvin Þorsteinsson fer út í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrradag fór Santa. Hofsjökull kemur í dag og Strong Icelander kemur í nótt og fer aftur á sunnudag. Þá fer Haraldur á veiðar.

haraldur fer a veiðar suynudag yrrakvöld fór Lómur á veiðar og Lagarfoss fór til útlanda. Í gær fóru rússarnir Okhotino og Ozherelye á veiðar.

Fréttir

Kolnismeyjamessa er í dag, "messa ellefu þúsund meyja." Skv. helgisögnum dóu þær píslarvættisdauða í Köln í Þýskalandi en leiðtogi þeirra var Úrsúla konungsdóttir frá Englandi eða Kornbretalandi. Rætur þessarar sögu eru raktar til ristu frá um 400 í Úrsúlukirkju í Köln sem segir frá píslarvætti meyja á þeim stað. Fjöldi þeirra var upphaflega á reiki, 5, 8, 11, en á 10. öld voru þær orðnar 11 þúsund, sennilega vegna mislestrar úr skammstöfun. Skal Úrsúla hafa siglt á ellefu skipum með öllum jungfrúnum til að varðveita meydóm sinn undan hjónabandi við heiðinn höfðingja. Á 12. öld varð mikill beinafundur í Köln og var þá ekki að sökum að spyrja um afdrif meyjanna, þótt ýmis beinin reyndust af börnum og körlum. Þær Úrsúla voru vegsamaðar um Rínarlönd, norðanvert Frakkland og Niðurlönd, og eru kunnar á Norðurlöndum frá upphafi kirkjustarfs. Ágrip af sögu meyjanna er til á íslensku frá 14. öld og að auki minnst á Úrsúlu í Breta sögum. Messa Úrsúlu og Kolnismeyja var afnumin í Rómarkirkjunni árið 1969.

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir lausa til umsóknar rannsóknarstöðu, sem stofnuð var 6. desember 1986 í minningu dr. Kristjáns Eldjárns. Staðan veitist frá 1. janúar 1996 til eins árs. Heimilt er að framlengja ráðningu um allt að eitt ár í senn en ráðningartími sé þó ekki lengri en þrjú ár samfellt. Vísað er til reglugerðar nr. 297 1. júlí 1993 en þar segir: "Staðan er ætluð fræðimönnum er sinna rannsóknum á íslenskum fornminjum eða öðrum þáttum íslenskrar menningarsögu sem falla undir verksmið Þjóðminjasafnsins," segir í Lögbirtingablaðinu.

Menntamálaráðuneytið hefur veitt dr. Halldóri Baldurssyni lækni, lausn frá hlutastöðu dósents (37%) í bæklunarlækningum við læknadeild Háskóla Íslands, frá 1. september 1995, að telja, að hans eigin ósk, segir í Lögbirtingablaðinu.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út löggildingu handa Gísla Maack, til þess að vera fasteigna- og skipasali, segir í Lögbirtingablaðinu.

Mannamót

Hraunbær 105. Á mánudag kl. 9-11 kaffi og dagblöð, kl. 9-16.30 fótaaðgerðir, kl. 10-10.30 helgistund, kl. 12-13 hádegismatur, kl. 13-16.30 glerskurður, kl. 15-15.30 kaffiveitingar.

Furugerði 1. Basar verður haldinn dagana 4. og 5. nóvember nk. kl. 13.30-16.30. Þeir sem ætla að koma með muni á basarinn komi með þá í Furugerði á miðvikudögum og föstudögum.

Breiðfirðingafélagið. Félagsvist verður spiluð á morgun sunnudag kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar og allir velkomnir.

Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni heldur félagsfund í dag, laugardag kl. 14 í félagsheimilinu Hátúni 12.

Kvennadeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík verður með aðalfund í Drangey, Stakkahlíð 17, á morgun sunnudag kl. 14.

Bahá'ar eru með opið hús í kvöld í Álfabakka 12 kl. 20.30. Allir velkomnir.

Kirkjustarf

Grensáskirkja. Fundur í æskulýðsfélaginu sunnudagskvöld kl. 20.

Neskirkja. Félagsstarf aldraðra: Haustferð í dag kl. 15. Ekið um Heiðmörk. Kaffiveitingar í Fáksheimili.

Hjallasókn, Kópavogi. Farið verður í messuheimsókn í Digraneskirkju á morgun sunnudag og ef veður leyfir verður gengið frá Hjallakirkju að Digraneskirkju kl. 10.30. Messa hefst kl. 11.

Kefas, Dalvegi 24, Kópavogi verður með almenna samkomu í dag kl. 14.