Önfirska skáld, oft minn hugur fer heitur í vestur og heimsækir bæinn þinn eftir hrífandi ljóðanna lestur og lítur þar fagnandi inn, þar finnur hann íslenskan anda sem ekki er lítilla sanda.
RÚNAR KRISTJÁNSSON

Til

Guðmundar

Inga

Önfirska skáld,

oft minn hugur fer heitur í vestur

og heimsækir bæinn þinn

eftir hrífandi ljóðanna lestur

og lítur þar fagnandi inn,

þar finnur hann íslenskan anda

sem ekki er lítilla sanda.Vestfirska skáld,

hjá þér lifa þær lýsandi glóðir

sem laða minn sækjandi hug

svo hann æðir um ókunnar slóðir

og eykur sitt vonglaða flug,

því gott er að svífa og syngja

og sálina gleðja og yngja.Íslenska skáld,

til þín hef ég í huganum svifið

og horft yfir strandir og sæ

því að ljóðin þín hafa mig hrifið

alveg heim í þinn önfirska bæ,

svo ég geti þar heilsað þeim hlyni

sem hugurinn kýs sér að vini.

Höfundurinn býr á Skagaströnd.

Ljóðið birtist í Lesbók 9. sept. sl. Þar sem meinlegar prentvillur urðu í því er það endurbirt og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar.