Kúbumaðurinn Julian Duranona, leikmaður KA, er markahæstur í 1. deild karla að loknum fjórum umferðum með fjörtíu mörk eða tíu mörk að meðaltali í leik. Ekki nóg með að KA-liðið hafi á að skipa markahæsta leikmanninum heldur hafa þeir skorað flest mörk, eitt hundrað tuttugu og fjögur. Næstir þeim koma leikmenn FH með eitthundrað og níu. Fæst mörk hafa ÍR-ingar skorað, áttatíu.
HANDKNATTLEIKUR Julian Duranona

skorar mest

Kúbumaðurinn Julian Duran ona, leikmaður KA, er markahæstur í 1. deild karla að loknum fjórum umferðum með fjörtíu mörk eða tíu mörk að meðaltali í leik. Ekki nóg með að KA-liðið hafi á að skipa markahæsta leikmanninum heldur hafa þeir skorað flest mörk, eitt hundrað tuttugu og fjögur. Næstir þeim koma leikmenn FH með eitthundrað og níu. Fæst mörk hafa ÍR-ingar skorað, áttatíu. En ÍR og KA mætast einmitt í Seljaskóla annað kvöld.

Þjálfari Selfyssinga, Valdimar Grímsson, er annar í röð markahæstu manna og hefur skorað þrjátíu og sex mörk og Rússinn Juri Sadovski, er leikur með Gróttu, fylgir honum fast á eftir með þrjátíu og fimm.

Það er athyglisvert að af fimm markahæstu leikmönnum mótsins er aðeins einn landsliðsmaður, Valdimar Grímsson, og þrír erlendir leikmenn. Næsti landsliðsmaður á eftir Valdimari er Patrekur Jóhannesson, KA, hann er níundi með tuttugu og fimm mörk. Af átján leikmönnum, sem hafa skorað tuttugu mörk eða fleiri, er aðeins þriðjungur þeirra í landsliðinu.

Landsliðsmarkverðirnir Guðmundur Hrafnkelsson, Val, og Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA, hafa ekki náð sér á strik það sem af er móts og eru í sjötta og sjöunda sæti í röð yfir þá markverði sem varið hafa flest skot. Efstur á listanum er Bjarni Frostason, Haukum, með sjötíu skot.

Stjarnan er aftur á móti með prúðasta lið deildarinnar ef tekið er mið af fjölda brottvísana sem þeir hafa fengið. Leikmenn Stjörnunnar hafa verið utan vallar í tuttugu mínútur eða að meðaltali fimm mínútur í leik.

Leikmenn ÍR og ÍBV eru þeir sem oftast hafa fengið hvíla sig meðan á leik stendur. ÍBV í fjörutíu og tvær mínútur og ÍR í fjörutíu og sex mínútur sem þýðir tæplega tólf mínútur í leik og eru Breiðhyltingarnir ekki langt frá því að hafa verið utan vallar heilan leik.

Morgunblaðið/Kristján JULIAN Duranona er markahæstur í 1. deild. Hér hefur hann tætt vörn Hauka í sundur án þess að Aron Kristjánsson, Petr Baumruck og Gunnar Gunnarsson fái rönd við reist.