ÍSLENSKAR kartöflur hafa verið á óvenjulega lágu verði síðustu daga en um er að ræða gullauga, rauðar og hvítar. Þær eru seldar í kílógrammapokum, 2 kg og einnig í lausu. Neytendasíðan kannaði verðið á kartöflum í nokkrum búðum, en meðalverð kartafla er 36 krónur í eftirtöldum átta verslunum. Bónus er með lægsta kartöfluverðið eða 20 krónur kílóið og 15 krónur í lausu.
Meðalverð

kartafla 36

krónur kg

ÍSLENSKAR kartöflur hafa verið á óvenjulega lágu verði síðustu daga en um er að ræða gullauga, rauðar og hvítar. Þær eru seldar í kílógrammapokum, 2 kg og einnig í lausu. Neytendasíðan kannaði verðið á kartöflum í nokkrum búðum, en meðalverð kartafla er 36 krónur í eftirtöldum átta verslunum.

Bónus er með lægsta kartöfluverðið eða 20 krónur kílóið og 15 krónur í lausu. Næst í röðinni er Fjarðarkaup í Hafnarfirði en þar fæst kílóið á 24 krónur, 2 kg pokinn er á 48 krónur og í lausu kosta þær 24 krónur.

Í verslunum Hagkaups kosta 2 kíló af karftöflum 79 krónur eða 39.50 krónur kílóið. Í 10-11 búðunum kostar kartöflukílóið 39 krónur. Nóatúnsverslanir selja kílóið á 38 krónur, Kaupgarður í Mjódd á 39 krónur og Garðakaup í Garðabæ býður kartöflur á 39 krónur.

Álfheimabúðin selur kílógrammið af kartöflum á 49 krónur en einmitt þar féll kartöfluverðið fyrst. Verslunarstjórar og starfsfólk í ofangreindum búðum þorðu ekki að spá hversu lengi þetta lága verð stæði. Það kæmi neytendum að sjálfsögðu vel enda seldust kartöflur grimmt þessa daganna. Sumir vonuðu á hinn bóginn að jafnvægi kæmist sem fyrst aftur á verðið. Það væri best fyrir alla, bændur, kaupmenn og neytendur.Morgunblaðið/RAX Innlendar kartöflur eru á óvenjulegu verði þessa daga.