VIÐ HÖFUM verið á Íslandi í sumarfríi í júlí/ágúst. Við vorum tvö og höfðum með okkur tvö reiðhjól. Þetta var stórkostleg ferð, enda vorum við heppinn að fá gott veður austan- og norðanlands. Við höfðum keypt okkur hringmiða, til að hafa möguleika á að breyta til ef veður eða annað gerði það nauðsynlegt. Okkur var sagt hjá BSÍ, að hægt væri að fá hjólin með rútunum, fyrir 350­500 kr.
Illa farið með

reiðskjótana

Anny Steingrímsdóttur:

VIÐ HÖFUM verið á Íslandi í sumarfríi í júlí/ágúst. Við vorum tvö og höfðum með okkur tvö reiðhjól. Þetta var stórkostleg ferð, enda vorum við heppinn að fá gott veður austan- og norðanlands. Við höfðum keypt okkur hringmiða, til að hafa möguleika á að breyta til ef veður eða annað gerði það nauðsynlegt. Okkur var sagt hjá BSÍ, að hægt væri að fá hjólin með rútunum, fyrir 350­500 kr. aukakostnað, í hvert sinn. Það fannst okkur líka allt í lagi. En okkur finnst, að þegar sérleyfishafar taka á sig þannig "þjónustu", fyrir aukaborgun, ætti að vera hægt að fara betur með hjólin. Okkur finnst súrt og ergilegt að það sé farið svo illa með hjólin, sem eru töluvert dýr og einasta farartæki sem við eigum. Á einu hjóli, brotnaði framtöskujárn, sem á að bera töskuna. Það kom fyrir í fyrstu rútuferðinni. Á hinu hjólinu eiðilagðist bæði fram- og afturljósið. Bæði hjólin eru með málningarskemmdir út um allt á stellingu, af því að vera inni í geymslu með öðrum farangri (hjól ofan í hjól) og að hanga á járni utan á rútunni. Þessu síðastnefnda hefði gúmmíslanga utan yfir járnstengurnar reddað. Við viljum benda á að sérleyfishafar á Íslandi verða að fara að bjóða betri þjónustu fyrir ferðafólk með reiðhjól. Við höfum ferðast með félögum sem hafa sérstakan vagn fyrir hjól, og þar komast u.þ.b. 50 hjól. Vagninn er lokaður, og þá kemst ekki eins mikið ryk frá ómalbikuðum vegum á hjólin. Á meðan við vorum á Íslandi, reyndum við að fá að tala við framkvæmdastjórann hjá BSÍ, sem heitir Gunnar Sveinsson. En hann rauk bara framhjá okkur, eins og við værum bara orðin ósýnileg. Þvílíka ókurteisi hef ég aldrei séð. Hann var ekki maður til að koma að okkur og afsaka að hann "varð að fara á fund". Samt sá ég hann á leið út stuttu eftir. Ekki veit ég af hverju maðurinn flýði svona. Ég vildi ekki rífast við hann, eða lemja hann, ekki einu sinni krefjast að fá skaðabætur. Það einasta sem við vildum honum, var að benda á mögulega lausn.

Að öðru leyti var dásamlegt að heimsækja Ísland. Stórkostleg náttúra, langt á milli húsa, veðrið sem breytist allan tímann. Við komum sennilega aftur einhvern tíma,. hvort við kaupum hringmiða aftur er óvíst. Eitt sem oft vantaði á tjaldstæðunum, var smáþak til að elda mat undir í rigningu.

ANNY STEINGRÍMSDÓTTIR,

Søpassagen 18, 2, tv.

2100 Kaupmannahöfn Ø.