Tálknafirði-Trésmiðir hjá Trésmiðjunni Eik hf. á Tálknafirði fundu um daginn sprelllifandi trjávespu á gólfinu er þeir voru að sópa að loknum vinnudegi. Nokkuð algengt er að flugur komi með innfluttu timbri hingað til lands en ekki það afbrigði er fannst á Tálknafirði.
Trjávespa

í trésmiðju

Tálknafirði - Trésmiðir hjá Trésmiðjunni Eik hf. á Tálknafirði fundu um daginn sprelllifandi trjávespu á gólfinu er þeir voru að sópa að loknum vinnudegi. Nokkuð algengt er að flugur komi með innfluttu timbri hingað til lands en ekki það afbrigði er fannst á Tálknafirði.

Sú fluga var með langan brodd aftan úr sér og samkvæmt samtali við Náttúrufræðistofnun þjónar sá broddur sem æxlunarfæri. Stingur flugan honum inn í tré og skilur þar eftir egg. Eggin dvelja þar og nærast og verða að lirfum og síðan að flugum.

Lirfa flugunnar hefur sennilega borist með pallaefni frá Póllandi sem smíðað er úr hjá trésmiðjunni. Flugan lifði í um eina viku og var m.a. notuð sem kennsluefni hjá Grunnskóla Tálknafjarðar.

Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir