SAMKEPPNISSTOFNUN ákveður ekki verð á eggjum eins og fullyrt er í athugasemdum Félags eggjaframleiðenda í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar segir m.a. að hlálegt sé að Samkeppnisstofnun skuli þurfa að fjalla um vöruverð sem hún hafi sjálf ákvarðað.
Samkeppnisstofnun verðleggur ekki egg

SAMKEPPNISSTOFNUN ákveður ekki verð á eggjum eins og fullyrt er í athugasemdum Félags eggjaframleiðenda í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar segir m.a. að hlálegt sé að Samkeppnisstofnun skuli þurfa að fjalla um vöruverð sem hún hafi sjálf ákvarðað.

Guðmundur Sigurðsson, yfirviðskiptafræðingur Samkeppnisstofnunar, kvaðst vilja taka fram af þessu tilefni að fimmmannanefnd ákveði heildsöluverð eggja og sexmannanefnd ákveði grundvallarverð en smásöluverð sé frjálst. Verðlagning eggja sé því ekki í höndum Samkeppnisstofnunar.