HAGVÖXTUR á Íslandi hefur verið nokkuð í takt við þróunina í ríkjum OECD undanfarin tvö ár, en eins og sjá má á myndinni hér að ofan, hefur Ísland engu að síður dregist verulega aftur úr ríkjum OECD á undanförnum 7 árum vegna langvarandi stöðnunar.


Landsframleiðslan sjöfaldast frá stríðslokum

HAGVÖXTUR á Íslandi hefur verið nokkuð í takt við þróunina í ríkjum OECD undanfarin tvö ár, en eins og sjá má á myndinni hér að ofan, hefur Ísland engu að síður dregist verulega aftur úr ríkjum OECD á undanförnum 7 árum vegna langvarandi stöðnunar. Þessar upplýsingar er að finna í nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar, Sögulegt yfirlit hagtalna, en þetta er í þriðja sinn sem stofnunin sendir frá sér slíkt yfirlit.

Í skýrslunni kemur ennfremur fram að árlegur hagvöxtur hér á landi hefur að meðaltali verið 4% á árunum frá 1945-1994 og hefur landsframleiðslan því sem næst sjöfaldast á þessu tímabili. Á sama tíma hefur fólksfjölgunin að jafnaði verið 1,5% á ári og því hefur landsframleiðsla á mann aukist um 2,5% á ári að jafnaði.