Hornafirði-Slökkvilið Hornafjarðar var með opið hús nýlega og tók þá í notkun nýjan slökkvi- og tækjabíl. Nú hefur slökkviliðið fjóra bíla til umráða en eins og Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri sagði þá er sá elsti í flotanum orðinn 52 ára og að mestu notaður í "platútköll", þ.e. þegar fornbílar staðarins keyra um göturnar á tyllidögum.

Opið hús" hjá slökkvi-

liði Hornafjarðar Hornafirði - Slökkvilið Hornafjarðar var með opið hús nýlega og tók þá í notkun nýjan slökkvi- og tækjabíl. Nú hefur slökkviliðið fjóra bíla til umráða en eins og Steinþór Hafsteinsson slökkviliðsstjóri sagði þá er sá elsti í flotanum orðinn 52 ára og að mestu notaður í "platútköll", þ.e. þegar fornbílar staðarins keyra um göturnar á tyllidögum. Sá gamli er þó í góðu standi og notaður ef þess gerist þörf.

Nýi bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz 814 D/37 4x4, var keyptur óinréttaður fyrir tveimur árum og fenginn Ragnari Imsland, brunaeftirlitsmanni staðarins, í hendur. Ragnar er þúsundþjalasmiður og sá um að koma öllum þeim mikla búnaði sem bílinn nú státar af fyrir á einkar haganlega hátt. Í bifreiðinni er m.a. allur búnaður til reykköfunar fyrir fimm menn, rafstöð, öflugur reykblásari, björgunarklippur og lyftibúnaður, sem er loftpúðar sem lyfta frá 9,5 tonnum til 19,5 tonna, og margskonar verkfæri og tól auk hundruða metra af slöngum af ýmsum gerðum og stærðum. Mikill akkur er fyrir byggðarlag eins og Höfn og nágrenni að hafa aðgang af bifreið sem þessari því langt er til næstu þéttbýlisstaða og þegar slys ber að höndum skiptir öllu máli að koma fljótt á staðinn og vel tækjum búin Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir