TVÖ hundruð einstaklingar, eða um 90% heimila, á Fáskrúðsfirði hafa skrifað undir áskorun til stjórnar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga um betri þjónustu. Stjórn KFFB hefur ekki tekið erindið fyrir á fundi.
Vilja betri þjónustu

Fáskrúðsfirði

TVÖ hundruð einstaklingar, eða um 90% heimila, á Fáskrúðsfirði hafa skrifað undir áskorun til stjórnar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga um betri þjónustu. Stjórn KFFB hefur ekki tekið erindið fyrir á fundi.

Í áskoruninni segir m.a. að í kjötborði verzlunarinnar séu í boði lélegar vörur á uppsprengdu verði. Það sama eigi við um frystar vörur, sem oftast eru aðkeyptar, en fólk vill fá nýsagað kjöt að eigin óskum. Í lok áskorunarinnar er bent á að meirihluti tekna heimila á Fáskrúðsfirði fari til þessarar verzlunar.