ÞRÖSTUR Helgason hefur verið ráðinn nýr bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins. Þröstur er fæddur 1967. Hann lauk B.A-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991 og M.A-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1994. Ritgerð hans nefnist Tilurð höfundarins. Efling sjálfsverunnar á 18. og 19. öld í ljósi íslenskrar skáldskaparfræði.
Nýr bókmenntagagnrýnandi

ÞRÖSTUR Helgason hefur verið ráðinn nýr bókmenntagagnrýnandi Morgunblaðsins.

Þröstur er fæddur 1967. Hann lauk B.A-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1991 og M.A-prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla 1994. Ritgerð hans nefnist Tilurð höfundarins. Efling sjálfsverunnar á 18. og 19. öld í ljósi íslenskrar skáldskaparfræði.

Hann starfaði á Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands árið 1993, vann þar við nýtt uppflettirit um íslenskar bókmenntir. Þröstur hefur fjallað um bókmenntir í blöðum og útvarpi. Hann hefur einnig haldið fyrirlestra um íslenskar bókmenntir hér heima og erlendis. Hann var gagnrýnandi Dagsljóss RÚV veturinn 1994-95.

Þröstur hefur verið blaðamaður á Morgunblaðinu frá því í maí á þessu ári. Sambýliskona hans er Eygló Björk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur.

Þröstur hefur starf sitt sem bókmenntagagnrýnandi blaðsins með því að skrifa um skáldsöguna Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson. Ritdómurinn birtist á bls..... í Morgunblaðinu í dag.