SÝNING norræna myndlistarmanna verður opnuð í Nýlistasafninu í dag kl. 16. "Í vesturleið" er samsýning fjögurra myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi og Noregi, sem allir hafa tengst landinu, á sögulegan eða listrænan hátt. Þetta eru myndlistarmennirnir Helge Røed og Geir Espen Østbye frá Noregi, Carl- Erik Strøm frá Finnlandi og Finn Nielsen frá Danmörku.
"Í vesturleið"

SÝNING norræna myndlistarmanna verður opnuð í Nýlistasafninu í dag kl. 16.

"Í vesturleið" er samsýning fjögurra myndlistarmanna frá Danmörku, Finnlandi og Noregi, sem allir hafa tengst landinu, á sögulegan eða listrænan hátt. Þetta eru myndlistarmennirnir Helge Røed og Geir Espen Østbye frá Noregi, Carl- Erik Strøm frá Finnlandi og Finn Nielsen frá Danmörku.

Sýningin samanstendur að hluta til af verkum sem listamennirnir hafa haft með sér að heiman og að hluta til af verkum sem unnin eru á Íslandi.

Myndlistarmennirnir hafa allir langan feril að baki í greininni og hafa átt þátt í að skipuleggja ótal samnorræn verkefni í gegnum árin. Þeir vinna með innsetningar, ljósmyndir, teikningar og texta.

Gestur safnsins í Setustofu er Birna Bragadóttir. Birna útskrifaðist úr Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans 1993 og stundar nú nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Þetta er fyrsta einkasýning hennar og ber sýningin heitið "Um attíska tungu og nokkrar fleiri". Verkið er byggt á formála í íslenskri orðsifjabók.

Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14.00­18.00 og þeim lýkur sunnudaginn 5. nóvember.