VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3% á milli mánaða og mældist 205,2 stig eftir verðlagi um miðjan október, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar undanfarna 5 mánuði, en síðastliðna tvo mánuði hefur vísitalan staðið í stað.


Vísitala

bygging-

arkostnað-

arhækkar

VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 0,3% á milli mánaða og mældist 205,2 stig eftir verðlagi um miðjan október, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er mesta hækkun vísitölunnar undanfarna 5 mánuði, en síðastliðna tvo mánuði hefur vísitalan staðið í stað. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, hjá Hagstofunni, er ástæðu þessarar hækkunar nú að finna í hækkunum á fjölmörgum þáttum sem ekki hafa hækkað í langan tíma. Þessi hækkun jafngildir 1,2% verðbólgu á ári en síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3,4%.

Launavísitala hækkaði hins vegar um 0,4% frá því í ágúst, ef miðað er við meðallaun í september. Það samsvarar tæplega 5% hækkun á ársgrundvelli. Vísitalan hefur hins vegar hækkað um 5,6% síðastliðna 12 mánuði. Rósmundur segir að þessa hækkun nú megi rekja til síðustu hrinunnar í þeim launahækkunum sem samið hefur verið um á þessu ári. Hann reiknar því með að þessum hækkunum muni nú linna.