SAMKVÆMT nýjum reglum um greiðslu ellilífeyris, sem gildi tóku 1. september síðastliðinn, reiknast helmingur hagnaðar af atvinnurekstri maka sem laun viðkomandi ellilífeyrisþega og getur því leitt af sér lækkun lífeyris.
Ellilífeyrir Helmingur hagnaðar reiknast sem tekjur

SAMKVÆMT nýjum reglum um greiðslu ellilífeyris, sem gildi tóku 1. september síðastliðinn, reiknast helmingur hagnaðar af atvinnurekstri maka sem laun viðkomandi ellilífeyrisþega og getur því leitt af sér lækkun lífeyris.

Að sögn Fanneyjar Úlfarsdóttur, deildarstjóra lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar, segir í nýju reglunum að með tekjum ellilífeyrisþega sé átt við skattskyldar aflatekjur hans og helming af tekjum sem myndast við atvinnurekstur hjóna, þ.e. þegar hjón búa við venjulegt fjárfélag og atvinnustarfsemi er ekki skattlögð sérstaklega. Til dæmis að ekki hafi verið stofnað sérstakt firma um atvinnureksturinn sem hafi sjálfstæðan fjárhag og sé lögaðili gagnvart skattarétti.

Samkvæmt þessum nýju reglum fær einstaklingur sem t.d. hafði 12.139 kr. í ellilífeyri fyrir 1. september nú 8.234 kr. ef hagnaður af atvinnurekstri hjóna er 136 þúsund krónur á árinu 1994.