KJÖRORÐIÐ Íslenskt, já takk nær ekki eingöngu til matvæla, síður en svo. Það nær nefnilega líka til hönnunar og fataframleiðslu og hér má sjá glæsilegan vitnisburð fallegs handbragðs og snjallra hugmynda.
Fatahönnun

á Fróni

KJÖRORÐIÐ Íslenskt, já takk nær ekki eingöngu til matvæla, síður en svo. Það nær nefnilega líka til hönnunar og fataframleiðslu og hér má sjá glæsilegan vitnisburð fallegs handbragðs og snjallra hugmynda.

Flíkurnar hannaði Anna og útlitið en þær voru saumaðar í Peysunni undir leiðsögn Guðrúnar Ólafsdóttur, klæðskera. Fötin eru seld í heimakynningum og segir Anna F. Gunnarsdóttir, hjá Önnu og útlitinu, að það sé vegna þess að álagning í verslunum er svo há að þau yrðu allt of dýr ef þau væru seld þar.

Hún segir að fötin séu hönnuð með það í huga að þau henti öllum burtséð frá vaxtarlagi. Fötin eru ýmist úr ullar- og akrílblöndu eða bómullar- og akrílblöndu. Efnin hnökra ekki, að sögn Önnu, vegna þess að akrílþræðirnir eru svo stuttir að þeir geta ekki losnað úr bandinu.

Morgunblaðið/Kristinn UNGLINGALÍNAN, stuttur skokkur og peysa utan yfir.

BARNAPEYSURNAR stinga ekki. Telpan, næstlengst til vinstri, er í eðlupeysu en hinar eru í peysum úr fjölskyldulínunni.

HÖNNUÐURINN, Anna F. Gunnarsdóttir, lengst til vinstri, er að sjálfsögðu í fatnaði frá Peysunni. Henni á vinstri hönd eru stúlkur í svonefndum Channel-peysum og í blússum sem Anna hannaði einnig, fyrir fyrirtækið Kotru. Stúlkurnar þrjár lengst til hægri eru í vestum sem henta jafnt konum sem körlum.

HERRAPEYSA með skosku tíglamunstri.