FRIÐRIK Karlsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari koma fram í breska poppþættinum Top of the Pops ásamt söngkonunni Madonnu miðvikudaginn1. nóvember. Madonna kynnir þar nýjasta smáskífulag sitt,en hún óskaði aðstoðarFriðriks ogGunnlaugseftir að hafa kynnst þeim við upptökur á tónlistinni í kvikmyndinni Evitu.
Friðrik og Gunnlaugur koma fram með Madonnu

FRIÐRIK Karlsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari koma fram í breska poppþættinum Top of the Pops ásamt söngkonunni Madonnu miðvikudaginn 1. nóvember. Madonna kynnir þar nýjasta smáskífulag sitt, en hún óskaði aðstoðar Friðriks og Gunnlaugs eftir að hafa kynnst þeim við upptökur á tónlistinni í kvikmyndinni Evitu.

"Þetta nýjasta smáskífulag Madonnu er víst róleg ballaða. Ég hef ekki heyrt það ennþá, en fæ það sent hingað til lands um helgina, svo ég geti lært það," sagði Friðrik.

"Við Gunnlaugur áttum nú ekki von á að hitta Madonnu úti, en hún birtist oft í hljóðverinu. Það gerði hinn aðalleikari myndarinnar, Anthony Banderas, líka og með honum kærastan, leikkonan Melanie Griffith."