KIWANISMENN selja lykil til styrktar geðsjúkum um allt land 19.­21. október. Þeir safna að þessu sinni peningum til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík handa foreldrum af landsbyggðinni sem fylgja og taka þátt í meðferð barna sinna.
Kiwanismenn selja lykil um allt land Safnað fyrir íbúð

KIWANISMENN selja lykil til styrktar geðsjúkum um allt land 19.­21. október. Þeir safna að þessu sinni peningum til kaupa á íbúð nálægt Barna- og unglingageðdeild Landspítalans við Dalbraut í Reykjavík handa foreldrum af landsbyggðinni sem fylgja og taka þátt í meðferð barna sinna.

Íbúðin verður afhent Geðverndarfélagi Íslands til eignar og rekin í samráði við geðdeild Landspítalans. Íbúðin myndi t.d. nýtast sérlega vel til meðferðar ofvirkra barna. Hún kostar um tíu milljónir króna og það sem umfram kann að safnast verður notað til að styrkja tvo verndaða vinnustaði á landsbyggðinni: Nýja vinnustofu vistmanna Réttargeðdeildarinnar á Sogni í Ölfusi og Plastiðjuna Bjarg á Akureyri til að kaupa ný steypumót fyrir fjármerki úr plasti og tölvugrafvél.VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, keypti fyrsta K-lykilinn til stuðnings geðsjúkum. F.v. Guðmundur Pétursson úr K-dagsnefnd, Grétar Magnússon, fráfarandi umdæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar, Sverrir Karlsson, formaður K-dagsnefndar og Vigdís Finnbogadóttir.