Guðríður hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með þáttinn Dagsljós. Þetta er algjörlega ófært, segir hún, og veit um fjölda fólks sem er sama sinnis. Steininn tók úr þegar hún sá mann eltast við mannaskít í sundlaug.


Alveg ófært!

Guðríður hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með þáttinn Dagsljós. Þetta er algjörlega ófært, segir hún, og veit um fjölda fólks sem er sama sinnis. Steininn tók úr þegar hún sá mann eltast við mannaskít í sundlaug. Er ekki nóg komið af lágkúrunni?

Lágkúra í íslenskri dagskrárgerð

Dagný Jónsdóttir hringdi og segist vera hjartanlega sammála Önundi Ásgeirssyni þar sem hann setur ofan í við yfirmenn sjónvarps varðandi sjónvarpsdagskrána í Bréfi til blaðsins. Hún sagði að nú væri nóg komið og það væri fyrir neðan allar hellur að fólki skuli vera boðið upp á dagskrárgerð af því tagi sem Önundur minnist á í grein sinni.

Tapað/fundið

Puttalingur tapaði gleraugum

FJÖGUR ungmenni voru tekin upp í rauðan bíl í Hafnarfirði og voru sett út í Seljahverfi fyrir u.þ.b. þremur vikum. Einn unglingurinn hafði skilið gleraugun sín eftir á hillu fyrir aftan farþegasæti og gleymt þeim þar. Sá sem tók þau upp í bílinn er vinsamlega beðinn að gefa sig fram í síma 567-1088.