TIL uppþota kom í gær um borð í skipi, sem er með 650 Palestínumenn undan Kýpurströndum, en fólkið var rekið frá Líbýu fyrir viku og hefur síðan verið landlaust. Kyrrð komst þó á þegar fulltrúar Sýrlandsstjórnar tilkynntu, að hún ætlaði að leyfa flestum landvist. Fær skipið að koma í höfn á Kýpur og þaðan verður ferðinni haldið áfram til Sýrlands með öðru skipi.
Reuter Land í

augsýn

TIL uppþota kom í gær um borð í skipi, sem er með 650 Palestínumenn undan Kýpurströndum, en fólkið var rekið frá Líbýu fyrir viku og hefur síðan verið landlaust. Kyrrð komst þó á þegar fulltrúar Sýrlandsstjórnar tilkynntu, að hún ætlaði að leyfa flestum landvist. Fær skipið að koma í höfn á Kýpur og þaðan verður ferðinni haldið áfram til Sýrlands með öðru skipi. Maðurinn, sem er klofvega á handriðinu, ætlaði að kasta sér fyrir borð en var gripinn á síðustu stundu.