LÖGÐ var fram tillaga til þingsályktunar á Kirkjuþingi í gær um að tekin verði upp biblíufræðsla í framhaldsskólum landsins. Í tillögunni er tekið undir ályktun Samtaka móðurmálskennara frá því í sumar um að íslenskir nemendur séu hættir að skilja tilvísanir í bókmenntum vegna ókunnugleika á Biblíunni.
Biblíufræðsla í

framhaldsskóla

LÖGÐ var fram tillaga til þingsályktunar á Kirkjuþingi í gær um að tekin verði upp biblíufræðsla í framhaldsskólum landsins.

Í tillögunni er tekið undir ályktun Samtaka móðurmálskennara frá því í sumar um að íslenskir nemendur séu hættir að skilja tilvísanir í bókmenntum vegna ókunnugleika á Biblíunni.

Baldur Kristjánsson biskupsritari segir að í íslenskum nútímabókmenntum og eldri bókmenntum séu margar tilvísanir almenns eðlis í Biblíuna. Svo virðist hins vegar sem kynslóðin sem nú vaxi upp hafi ekki þessa þekkingu. Biblían sé fyrir þeim ókunnug bók.

Tillöguna flutti séra Gunnar Kristjánsson. Lagt er til að viðræður hefjist við fræðsluyfirvöld um að biblíufræðsla verði þáttur af námsefni framhaldsskóla, þ.e.a.s. bókmenntaleg kynning á Biblíunni.