KARTÖFLUR voru lækkaðar umtalsvert í verði í KEA-Nettó á fimmtudagsmorgun en þar var kílóið selt á 24 krónur. Eingöngu er um að ræða kartöflur af tegundinni gullauga. Í Hagkaup var tveggja kílóa poki boðinn á 79 krónur kílóið, bæði rauðar og gullauga. Aðrar verslanir á Akureyri ætla sér ekki að taka þátt í kartöfluverðstríðinu.
KEA-Nettó Kartöflur

á 24 kr. kg

KARTÖFLUR voru lækkaðar umtalsvert í verði í KEA-Nettó á fimmtudagsmorgun en þar var kílóið selt á 24 krónur. Eingöngu er um að ræða kartöflur af tegundinni gullauga. Í Hagkaup var tveggja kílóa poki boðinn á 79 krónur kílóið, bæði rauðar og gullauga.

Aðrar verslanir á Akureyri ætla sér ekki að taka þátt í kartöfluverðstríðinu.

"Við erum fyrst og fremst að bjóða neytendum á landsbyggðinni upp á ódýra vöru, enda lítum við á það sem okkar hlutverk. Ef kartöflur eru seldar ódýrt fyrir sunnan tökum við þátt í því. Við lítum á landið allt sem eitt markaðssvæði," sagði Júlíus Guðmundsson, verslunarstjóri í Nettó.