FIMMTA starfsár Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga hófst í september sl. með léttri djasssveiflu Akurdjassmanna úr Eyjafirðinum, en októbertónleikar félagsins verða með öðru sniði. Í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna eru haldnir tónleikar eða listasýnignar víða um lönd til að styrkja umburðarlyndi þjóða á milli. Í dag kl.
Tónleikar í tilefni árs umburðarlyndis og friðar

FIMMTA starfsár Tónlistarfélags Vestur-Húnvetninga hófst í september sl. með léttri djasssveiflu Akurdjassmanna úr Eyjafirðinum, en októbertónleikar félagsins verða með öðru sniði.

Í tilefni 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna eru haldnir tónleikar eða listasýnignar víða um lönd til að styrkja umburðarlyndi þjóða á milli. Í dag kl. 14 verða tónleikar í Hvammstangakirkju með tónlistarmönnum frá fjórum löndum, þeim Hilmari Erni Agnarssyni organista í Skálholti, Peter Tompkins óbóleikara frá Englandi, Michael Hillenstedt gítarleikara frá Þýskalandi og Mette Rasmussen flautuleikara frá Danmörku, til að undirstrika samstarf þjóðanna. Ætla þau að flytja verk eftir Bach, Händel og ýmis önnur tónskáld.

Tónlistarfélagið hefur haft þann háttinn á, að félagar fá frían aðgang að öllum reglulegum tónleikum félagsins en aðrir borga aðgangseyri, 900 kr.