HAGKAUP hóf sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti á því að Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra tók við fyrst bitanum af kjötinu í versluninni í Kringlunni í gær. Kjötið kemur frá Þórisholti og Eystri Pétursey í Mýrdal og er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands. Verðið er um 10% hærra en á hefðbundnu lambakjöti.
Lífrænt ræktað

lambakjöt til sölu

HAGKAUP hóf sölu á lífrænt ræktuðu lambakjöti á því að Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra tók við fyrst bitanum af kjötinu í versluninni í Kringlunni í gær. Kjötið kemur frá Þórisholti og Eystri Pétursey í Mýrdal og er slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands. Verðið er um 10% hærra en á hefðbundnu lambakjöti.

Aðeins sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi hefur verið vottað til slátrunar á lífrænum búfénaði.

Á stærri myndinni virða Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti, Eyjólfur Sigurjónsson, bóndi í Pétursey, og Gunnar Ásmundsson, stöðvarstjóri Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, fyrir sér kjötskrokkana í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands í vikunni. Á innfelldu myndinni tekur Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra við fyrsta lífrænt ræktaða lambakjötinu í Kringlunni.Morgunblaðið/Ásdís