Yfirlit: Fyrir austan land er hæðarhryggur á austurleið en vaxandi 1000 mb lægð yfir vestansverður Grænlandshafi þokast norðaustur. Spá: Í dag verður sunnan kaldi um landið vestanvert en annars suðvestan gola. Sunnan- og vestanlands verða skúrir en á Norður- og Austurlandi léttir til.
Yfirlit: Fyrir austan land er hæðarhryggur á austurleið en vaxandi 1000 mb lægð yfir vestansverður Grænlandshafi þokast norðaustur.

Spá: Í dag verður sunnan kaldi um landið vestanvert en annars suðvestan gola. Sunnan- og vestanlands verða skúrir en á Norður- og Austurlandi léttir til. Hiti 1-6 stig.

Á sunnudag og mánudag verður fremur köld norðaustlæg átt með éljum norðanlands en nokkuð björtu veðri sunnan til. Þegar kemur fram í næstu viku verður nokkuð hvöss austlæg átt og hlýnandi. Þá má búast við rigningu sunnan- og austanlands.

Veðurfregnir eru lesnar frá Veðurstofu kl. 1.00, 4.30, 6.45, 10.03, 12.45, 19.30, 22.10. Stutt veðurspá er lesin með fréttum kl. 2, 5, 6, 8, 12, 16, 19 og á miðnætti. Svarsími veðurfregnir: 9020600.

Á Vestfjörðum eru heiðar færar eftir mokstur fyrir hádegið. Vegurinn um Eyrarfjall í Ísafjarðardjúpi er þó ófær og verður því að aka fyrir Reykjanes. Á Norður- og Austurlandi er ófært um Axarfjarðarheiði en jeppafært um Lágheiði, Hólssand, Hellisheiði og Mjóafjarðarheiði en fært jeppum og stórum bílum um Möðrudalsöræfi. Víða á landinu eru vegir hálir, einkum á heiðum, síst þó á Suður- og Suðausturlandi

Upplýsingar um færð eru veittar hjá þjónustudeild Vegagerðarinnar í Reykjavík í símum: 8006315 (grænt númer) og 5631500. Einnig eru veittar upplýsingar um færð á vegum í öllum þjónustustöðvum Vegagerðarinnar annars staðar á landinu.

Akureyri 1 Reykjavík 4 Bergen 8 Helsinki 7 Kaupmannahöfn 12 Narssarssuaq 3 Nuuk 0 Ósló 13 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 4 Algarve 24 Amsterdam 13 Barcelona 22 Berlín 14 Chicago 7 Feneyjar 19 Frankfurt 13 Glasgow 11 Hamborg 14 London 14 Los Angeles 17 Lúxemborg 12 Madríd 21 Malaga 23 Mallorca 24 Montreal 7 New York 17 Orlando 23 París 15 Madeira 23 Róm 22 Vín 17 Washington 14 Winnipeg 1

léttskýjað

alskýjað

úrk. í grennd

skúr

hálfskýjað

skýjað

snjókoma

skýjað

skýjað

rign. á síð. klst.

léttskýjað

rign. á síð. klst.

mistur

rigning

alskýjað

heiðskírt

skýjað

léttskýjað

léttskýjað

alskýjað

þokumóða

skýjað

léttskýjað

léttskýjað

hálfskýjað

vantar

alskýjað

þokumóða

skýjað

hálfskýjað

þokumóða

léttskýjað

þokumóða

snjók. á síð. klst.