HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var í gær spurður hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til þess hver ætti að verða eftirmaður Willy Claes hjá Atlantshafsbandalaginu. "Við erum ekki búin að því formlega. Þessi umræða er nú rétt að fara af stað. Mér skilst að danska ríkisstjórnin muni leggja áherslu á Uffe Ellemann- Jensen og við getum alveg hugsað okkur að styðja hann.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Ljær máls á að

styðja Ellemann

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra var í gær spurður hvort ríkisstjórnin hefði tekið afstöðu til þess hver ætti að verða eftirmaður Willy Claes hjá Atlantshafsbandalaginu.

"Við erum ekki búin að því formlega. Þessi umræða er nú rétt að fara af stað. Mér skilst að danska ríkisstjórnin muni leggja áherslu á Uffe Ellemann- Jensen og við getum alveg hugsað okkur að styðja hann. En við viljum ekki taka endanlega afstöðu til málsins fyrr en það er gengið lengra fram."

Halldór sagðist ekki hafa heyrt í norrænum starfsbræðrum sínum eftir að afsögn Claes varð kunn. Málið hefði hins vegar verið rætt lauslega þeirra í milli en menn hefðu ekki talið tímabært að bindast neinum fastmælum um stuðning.

Halldór sagðist telja að Claes hefði sýnt mikinn manndóm með ákvörðun sinni. "Hann gerir það sem er óhjákvæmilegt fyrir stjórnmálamann sem stendur frammi fyrir slíkum vanda, hvort sem hann er sekur eða saklaus."

Halldór Ásgrímsson