ég gref hana djúpt þessa ástar og afmæliskveðju og svona illa dulbúið greftrunarljóð því þú varst jú ekki öll þarsem vildi ég geta séð þig en ég vonaði mér myndi hlotnast allt þitt dimma blóð á meðan lögðu þeir hana að velli en þar var ekki sála í haldi utan vitfirringur einn sem öllum hafði auðnast að gleyma en þú varst ekki unnin nei þó áhlaupin skörtuðu fegursta
MEGAS

Bastillan

ég gref hana djúpt þessa ástar og afmæliskveðju

og svona illa dulbúið greftrunarljóð

því þú varst jú ekki öll þarsem vildi ég geta séð þig

en ég vonaði mér myndi hlotnast allt þitt dimma blóð

á meðan lögðu þeir hana að velli en þar var ekki sála í haldi

utan vitfirringur einn sem öllum hafði auðnast að gleyma

en þú varst ekki unnin nei þó áhlaupin skörtuðu fegursta blóma

hann fékk aldrei að vita hvað þú hafðir ekki að geymahún féll einn dag er sjálf á ný heilsaði hún heimi

satt er að háskaleg reyndust ófáum þau kynni

þú grést jú og þú hlóst og þú gegndir banvænu nafni

þess er getið en ekki hins að hann var þegar rammlæstur þar inni

en hver ertu dýrðlega norn og síðan hvaðan ber hana að?

jú eða hvað er ég? ­ ég þekki þetta ­ ekki framar

ég sem stóð eitt sinn með bros á vör og brunnar æðsprungnar kinnar

og ég bjóst ekki við neinu utan eilíft þessu sama og var svo samaí sakleysinu heimsfræga beit ég grasið gráa

með gríðarmikinn stein í bandi um háls

var það annað ég sem hneppti mig í mýkri og þrengri prísund

þartil markleysan hún vakti mig til löngu glataðs sjálfs?

en þó var svo að langa hríð enn laðaðist ég að eldinum

enda léttvæg þörfin til þess að ganga uppréttur

svo kom að því að trúin þraut hún varð tilgangslaus dvölin

þó á toppnum þarna á kestinum væri ég ­ fullyrti hún ­ hæst setturég reyndi ­ trúðu mér ­ að segja eitthvað sannfærandi um það

en sem mig grunaði var mér varnað máls

í sakleysinu óþekkta beit ég grösin grimmu

já og griðin voru bjarg í keðju um mjóan hvítan háls

nema hvað þeir réðust inní þig jú og síðan rifu þig til grunna

þessir refsienglar meinhelgir svo sóttust þeir eftir hefndum

og þú hafðir aðeins þennan eina geðsjúkling að geyma

hve þeir göptu af furðu og mjög svo djúpstæðum efasemdumeða er nokkurt vit í að vera öðru að sinna

þegar vegurinn er ófær leiðin og allt

saman en bara að hugsa um það eina semað áttu víst

þinn eigin líkama ­ hann launar vel ­ þúsundfalt

og hvenær er hann ekki tíminn til þess bara að hnuðlast

litli telpukroppur skyldu dagar vænni en nætur?

eða hvenær er rétt og skylt að firra sig allri firru

semja fremja svik vinna heit og svo rof eða leggja í dæturköngulóarvefir ­ nauðganir ­ meiðingar ­ manndráp

og þessi múgur sem rænulítill froður lapti

svo dasaður af áfengri hugjón sljór og slæptur

blaut og slefandi hundstunga lafði útúr hvers manns kjafti

en hvað um það þú ert jú sjálf nú einmitt í þann veginn mjóa

með ást þinni svo tærandi til hlítar að gera

útaf við þennan bláeyga dreng sem svo bernskur dottar

og í draumunum sínum þykist og ætlar sig raunar veraen löngu ­ löngu eftir að höllin sjálf er hrunin

er ég í haldi í þessari undursamlegu gröf

í flauelsmjúkri bastillu og um alla eilífð

í óheyrðum munaði dansandi á ystu nöf

meðan byltingar þær fæðast til að deyja drottnurum sínum

með arfinn: dóm á baki sér og þetta mannkynið allt

í roða feigrar lágsólar sitt lífið auma verður

og að lokum þá er allt blátt svo blátt svo blátt svo blátt og kalt.

Megas er listamannsnafn Magnúsar Þórs Jónssonar, dægurlagasöngvara og skálds í Reykjavík.