UNGFRÚ Ísland, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, er nú stödd í Istanbúl í Tyrklandi. Þar munu 36 fegurðardrottningar hvaðanæva að úr Evrópu keppa um titilinn Ungfrú Evrópa 1995 á mánudaginn kemur. Keppninni verður sjónvarpað beint um gervihnattastöðina Show TV sem sést víða í Evrópu.
"Keppnin

leggst vel

í mig"

UNGFRÚ Ísland, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, er nú stödd í Istanbúl í Tyrklandi. Þar munu 36 fegurðardrottningar hvaðanæva að úr Evrópu keppa um titilinn Ungfrú Evrópa 1995 á mánudaginn kemur. Keppninni verður sjónvarpað beint um gervihnattastöðina Show TV sem sést víða í Evrópu.

Hrafnhildur sagði undirbúning keppninnar viðamikinn og tímafrekan. Hún kom til Tyrklands 6. október síðastliðinn og hefur ekki átt náðuga daga síðan. Fyrstu vikuna fóru fram myndatökur fyrir keppnina og stúlkurnar tóku þátt í auglýsingagerð fyrir styrktaraðila keppninnar. Þessa viku hefur verið æft fyrir sjálfa keppnina.

Hrafnhildur sagði stúlkurnar lítið hafa séð af Tyrklandi. Þær dvöldu fjóra daga í ferðamannabænum Atalya við myndatökur. Annars hafa þær verið í Istanbúl. "Borgin er mun nútímalegri en ég bjóst við," sagði Hrafnhildur.

Mjög ströng öryggisgæsla er í kringum keppnina. Kvenkyns öryggisverðir eru á hverju strái þar sem stúlkurnar gista og þær mega ekkert fara eða gera nema í fylgd öryggisvarða.

Hrafnhildur

Hafsteinsdóttir