Morgunblaðið/Þorkell Sex 30 metra mjöltankar rísa á Eskifirði FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu á sex fiskimjölstönkum við Hraðfrystihúsið á Eskifirði, fjórum 32 metra háum lagertönkum og tveim 25 metra háum blöndunartönkum.
Morgunblaðið/Þorkell Sex 30

metra mjöl-

tankar rísa

á Eskifirði

FRAMKVÆMDIR standa yfir við byggingu á sex fiskimjölstönkum við Hraðfrystihúsið á Eskifirði, fjórum 32 metra háum lagertönkum og tveim 25 metra háum blöndunartönkum. Aðalverktaki er Héðinssmiðja, en á meðal undirverktaka eru Fitjar, SR Mjöl og Stálsmiðjan. Áætlað er að fyrstu tankarnir verði teknir í notkun í nóvember, en kerfið verði sett í gang í febrúar. Að sögn Kára Pálssonar hjá Héðinssmiðju er áætlað að framkvæmdin kosti 140 milljónir króna. Með tönkunum er hægt að jafna gæði mjöls með því að blanda því saman, koma því þannig í hærri gæðaflokk og auka verðmæti þess.