Morgunblaðið/Kristinn Gjafir til Barnaspítala Hringsins Börnin fá sjónvörp og myndbandstæki TVEIR ungir drengir, þeir Birgir Haraldsson, og Baldur Kristjánsson, afhentu í gær Barnaspítala Hringsins 212.
Morgunblaðið/Kristinn Gjafir til Barnaspítala Hringsins Börnin fá

sjónvörp

og mynd-

bandstæki

TVEIR ungir drengir, þeir Birgir Haraldsson, og Baldur Kristjánsson, afhentu í gær Barnaspítala Hringsins 212.590 króna ávísun ásamt gjöfum en þeir ráku útvarpsstöðina Hringinn í eina viku í sumar. Peningunum söfnuðu þeir með auglýsingum, sem lesnar voru í útvarpinu. Ásgeir Haraldsson, forstöðulæknir barnaspítalans, tók við ávísuninni að viðstöddum þeim Pétri Lúðvíkssyni, Birni Árdal, Herthu W. Jónsdóttur hjúkrunarforstjóra, Aldísi Þorbjarnardóttur forstöðumanni leikmeðferðar og Gesti Pálssyni. Að sögn Ásgeirs mun barnaspítalinn nýta peningana til að létta börnunum vistina og verða keypt sjónvörp og myndbandstæki sem sárlega vantar. Sagðist hann vilja þakka drengjunum sérstaklega og eins þeim aðilum sem felldu niður ýmis gjöld vegna útsendinganna.