RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að íbúðarhús á Súðavík sem eru á hættusvæði vegna snjóflóða verði keypt. Öll gamla íbúðabyggðin á Súðavík er talin á hættusvæði samkvæmt hættumati. Því verður slegið á frest að reisa varnarmannvirki fyrir opinberar byggingar og fiskverkunarhús Frosta á Súðavík. Nýtt hættumat er komið fyrir Hnífsdal og þau hús sem eru á rauðu hættusvæði verða einnig keypt.
Íbúðarhús á hættu-

svæðum í Súðavík og

Hnífsdal verða keypt

Gerð varnarmannvirkja við vinnustaði slegið á frest

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að íbúðarhús á Súðavík sem eru á hættusvæði vegna snjóflóða verði keypt. Öll gamla íbúðabyggðin á Súðavík er talin á hættusvæði samkvæmt hættumati. Því verður slegið á frest að reisa varnarmannvirki fyrir opinberar byggingar og fiskverkunarhús Frosta á Súðavík. Nýtt hættumat er komið fyrir Hnífsdal og þau hús sem eru á rauðu hættusvæði verða einnig keypt. Samkvæmt heimildum blaðsins er ekki búið að ákveða hvernig húseignirnar verða metnar til kaupverðs. Það bíður seinni tíma.

Yfir 60 hús á Súðavík

Um er að ræða liðlega 60 húseignir í Súðavík. Af þeim kemur til greina að hægt verði að flytja 15­20 hús á nýtt byggingarsvæði. Búið er að úthluta 57 lóðum og íbúðum, en nú er gert ráð fyrir 64 íbúðum á nýju byggingarsvæði í Súðavík.

Gert er ráð fyrir því að sveitarstjórnirnar hafi forgöngu um kaup húsanna. Þegar fyrir liggur að byggð sé á snjóflóðahættusvæði lætur sveitarstjórn vinna áætlun um varnir eða uppkaup á húsum. Velja skal þann kost sem hagkvæmari er. Ofanflóðasjóði er heimilt að greiða allt að 90% kostnaðar við varnir eða uppkaup húseigna en sveitarstjórnirnar greiða 10% kostnaðar.

Þegar niðurstaða liggur fyrir gerir sveitarstjórn tillögu til ofanflóðanefndar sem vinnur úr tillögunni í umboði Almannavarna.

Nýlega var tekin ákvörðun um framlag úr Ofanflóðasjóði til byggingar frekari varnarmannvirkja á Flateyri.