LOTHAR Mattha¨us, fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins, reiknar með að leika með Bayern M¨unchení síðari umferð þýsku knattspyrnunnar. Hann hefur verið að styrkja sig og eyðir mestum tíma sínum í lyftingasal félagsins. Mattha¨us, sem er 34 ára, hefur ekki spilað með Bayern síðan í janúar vegna meiðsla í hásin.
ALAN SUTTER leikmað STOFNANDI:: SKHA \: \: LOTHAR Mattha¨us , fyrrum fyrirliði þýska landsliðsins, reiknar með að leika með Bayern M¨unchen í síðari umferð þýsku knattspyrnunnar. Hann hefur verið að styrkja sig og eyðir mestum tíma sínum í lyftingasal félagsins. Mattha¨us, sem er 34 ára, hefur ekki spilað með Bayern síðan í janúar vegna meiðsla í hásin. Hann hefur lýst því yfir að hann hafi þegar leikið síðasta landsleik sinn en á eftir að leika með Bayern.

PAOK Salonika í Grikklandi fer fram á 350 þúsund dollara eða 22 milljónir frá fyrrum landsliðsmanni Hollands, Arie Haan, ef hann yfirgefur félagið og gerist þjálfari hjá Feyenoord. Haan, sem var að hefja annað tímabil sitt sem þjálfari PAOK, tilkynnti gríska félaginu í síðustu viku að hann hefði áhuga á að fara heim til Hollands til að taka við Feyenoord.

THOMASI Voulinos forseti PAOK, segir að Haan sé tilbúinn að greiða félaginu 70 þúsund dollara. "Við viljum hins vegar fá 350 þúsund dollara og ekkert minna," sagði Voulinos. Haan hefur aldrei þjálfað lið í Hollandi, en hefur verið með Stuttgart og N¨urnberg í Þýskalandi og Anderlecht og Standard Liege í Belgíu.

MARCIO Santos, brasilíski landsliðsmaðurinn sterki, meiddist á hásin í vináttuleiknum gegn Úrúgvæ í síðustu viku. Hann leikur jafnvel ekki með félagi sínu, Ajax í Hollandi, fyrr en eftir áramót eftir því sem brasilíska sjónvarpsstöðin Globo skýrði frá. Leikurinn hafði ekki staðið nema í 20 sekúndur er Santos meiddist.

GLADBACH keypti á mánudaginn sænska framherjann Jörgen Petterson, 19 ára, frá Malmö fyrir um 190 milljónir íslenskra króna sem er metfé fyrir knattspyrnumann frá Svíþjóð. Nú eru því þrír Svíar hjá Gladbach því fyrir voru þeir Martin Dahlin og Patrick Anderson .