Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október BANDARÍKJAMENN unnu Bermúdaskálina í gær eftir að hafa varist skyndiáhlaupi frá Kanadamönnum í lokalotum úrslitaleiksins. Á fimmtudagskvöld unnu Þjóðverjar Feneyjabikarinn eftir spennandi úrslitaleik við Bandaríkin.
Heimsmeistaramótið í Kína Bermúdaskálin fór

til Bandaríkjanna

Brids

Peking, Kína

HEIMSMEISTARAMÓTIÐ

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, 8.-20. október

BANDARÍKJAMENN unnu Bermúdaskálina í gær eftir að hafa varist skyndiáhlaupi frá Kanadamönnum í lokalotum úrslitaleiksins.

Á fimmtudagskvöld unnu Þjóðverjar Feneyjabikarinn eftir spennandi úrslitaleik við Bandaríkin. Leikurinn var hnífjafn fyrir síðustu 16 spila lotuna en hana unnu þýsku konurnar 70-9 og jafnframt heimsmeistaratitilinn með 312 stigum gegn 248.

Úrslitaleikurinn um Bermúdaskálina var jafn framanaf og eftir 64 spil af 160 var staðan jöfn. En þá tóku bandarísku spilararnir mikinn sprett og náðu mest rúmlega 80 stiga forustu. Í næst síðustu lotunni í gær tókst Kanadamönnum að minnka muninn niður í 26 stig en í lokalotunni snéru Bandaríkjamenn blaðinu við og unnu úrslitaleikinn 338-295.

Bandaríkjamenn unnu síðast Bermúdaskálina árið 1987 en höfðu áður nánast einokað hana. Bandaríska liðið nú var skipað Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth, Eric Rodwell, Nick Nickell og Dick Freeman. Þeir fjórir fyrstnefndu hafa oft áður haldið á Bermúdaskálinni en þetta var frumraun Nickells og Freemans.

Tropmlitnum stolið

Því miður hafa undirrituðum ekki enn borist spil úr úrslitaleiknum en þetta spil er frá undanúrslitaleik Bandaríkjamanna og Frakka, sem Bandaríkjamenn unnu auðveldlega.

ÁD104

95

Á762

Á74

8632

D84

G109

952

75

ÁK1073

D84

D108

KG9

G62

K53

KG63

Meckst. Perron Rodwell Chemla 1 hjarta pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 hjörtu dobl pass 3 lauf/// +150

Lebel Wolff Cronier Hamman 1 hjarta pass pass dobl pass 2 hjörtu dobl pass pass redobl pass 3 spaðar pass 4 spaðar/ +620

Mechstroth leyfði sér að segja 1 spaða í skjóli þess að þeir Rodwell spila sterkt lauf. Þar með stal hann litnum af NS og Frakkarnir enduðu í laufabút.

Það er svosem ekkert sjálfsagt að ná 4 spöðum á 4-3 samleguna, þótt vestur passi í upphafi, en það vafðist ekki fyrir Hamman og Wolff og Bandaríkjamennirnir græddu 11 impa.

Góður endasprettur

Þjóðverjar unnu Feneyjabikarinn nú í fyrsta skipti en þetta lið hefur áður unnið Evrópumót og Ólympíumót og spilaði úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti.

Veikindi háðu bandaríska liðinu nokkuð undir lok úrslitaleiksins og það hefur kannski haft einhver áhrif á spilamennskuna. Og Þjóðverjarnir hlóðu upp stigum í lokaspilunum og eftir þetta spil voru úrslitin ráðin:

K54

KD654

ÁK

ÁD7

G92

G7

G952

K942

D876

Á9832

3

G86

Á103

10

D108764

1053

Við annað borðið komust Karin McCallum og Kerry Sanborn alla leið í 6 grönd sem fóru 3 niður. En við hitt borðið náðu Sabina Auken og Daniele von Armin að stoppa í 3 gröndum eftir að austur hafði sagt frá báðum hálitum.

Austur spilaði út hjarta og Auken drap gosann með drottningu. Hún tók ÁK í tígli og þegar hún sá leguna spilaði hún sig út á hjarta. Austur drap með áttu og spilaði laufagosa á drottningu norðurs. Hún spilaði spaða á tíu og gosa vesturs sem spilaði meiri spaða.

Nú tók Auken slagina í svörtu litunum og spilaði sig út á laufi og vestur varð að spila frá tígulgosanum í lokin. Slétt staðið og 11 impar til Þjóðverja.

Guðm. Sv. Hermannsson

NÝBAKAÐIR heimsmeistarar í brids. Í fremri röð sitja Wolff, Rodwell og Nickell en fyrir aftan standa Meckstroth, Hamman og Freeman.