EFNT verður til nokkurra tónleika í Áskirkju í Reykjavík til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Á sunnudag kl. 17 leikur Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónleikaskránni verða verk eftir J. Pachelbel, D. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og Cesar Franck.
Kjartan leikur í Seljakirkju

EFNT verður til nokkurra tónleika í Áskirkju í Reykjavík til styrktar orgelsjóði kirkjunnar. Á sunnudag kl. 17 leikur Kjartan Sigurjónsson organisti Seljakirkju í Reykjavík. Á tónleikaskránni verða verk eftir J. Pachelbel, D. Buxtehude, J.S. Bach, Max Reger og Cesar Franck.

Kjartan nam orgelleik hjá Dr. Páli Ísólfssyni 1959-1964 og stundaði framhaldsnám í Hamborg haustið 1984. Frá þeim tíma hefur hann verið orgelleikari við ýmsar kirkjur og stjórnað mörgum kórum.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en tekið verður við framlögum í orgelsjóð að tónleikunum loknum.