JÓNAS Árnason flytur kveðskap sinn við írsk og skosk þjóðlög í samvinnu við Kelta í Borgarleikhúsinu í dag kl. 16 og á mánudag kl. 20.30. Keltar hafa sérhæft sig í flutningi á keltneskri þjóðlagatónlist á undanförnum árum og leika þeir á hefðbundin þjóðleg hljóðfæri.
Jónas og

Keltarnir

JÓNAS Árnason flytur kveðskap sinn við írsk og skosk þjóðlög í samvinnu við Kelta í Borgarleikhúsinu í dag kl. 16 og á mánudag kl. 20.30.

Keltar hafa sérhæft sig í flutningi á keltneskri þjóðlagatónlist á undanförnum árum og leika þeir á hefðbundin þjóðleg hljóðfæri. Á efnisskránni gefur að heyra lög og ljóð sem margir hafa litið á sem íslensk þjóðlög, einnig eru flutt lög sem sjaldnar hafa heyrst, en standa hjarta skáldsins nærri, segir í kynningu.