NORÐURLJÓS nefnast tónlistardagar sem Musica Antiqua heldur í samvinnu við Ríkisútvarpið. Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Háteigskirkju sunnudaginn 22. október kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Scarlatti, Telemann og Quants.
Norðurljós

NORÐURLJÓS nefnast tónlistardagar sem Musica Antiqua heldur í samvinnu við Ríkisútvarpið.

Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Háteigskirkju sunnudaginn 22. október kl. 17. Á efnisskrá eru verk eftir Scarlatti, Telemann og Quants.

Flytjendur eru Camilla Söderberg á blokkflautu, Sarah Buckley á víólu, Martial Nardeau á barokkþverflautu og Bach-sveitin í Skálholti.

Næstu tónleikar verða í Kristskirkju sunnudaginn 29. október og í Þjóðminjasafninu mánudaginn 30. október.

Auk flytjenda tónlistardaganna sem nefndir hafa verið verða Guðrún Óskarsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Sigurður Halldórsson, Páll Hannesson, Sverrir Guðjónsson og Snorri Örn Snorrason.

Morgunblaðið/Ásdís BACHSVEITIN í Skálholti