Náttúra aldrei fæ ég augum litið fegurð þína. Um ævi mína hef ég ei séð þig - ég hef aðeins snert þig, - fundið ilm þinn, - fundið þig í sálu minni. Ég er blindur ég féll í fossinn ungur að árum. Það nístir hjarta mitt að fá ekki litið aftur því þú áttir stað í vitund minni. Þú tókst sjón mína.
EDDA HRÖNN

HANNESDÓTTIR

Miskunnarleysi

Náttúra

aldrei fæ ég augum litið

fegurð þína.Um ævi mína hef ég ei séð þig

- ég hef aðeins snert þig,

- fundið ilm þinn,

- fundið þig í sálu minni.Ég er blindur

ég féll í fossinn

ungur að árum.Það nístir hjarta mitt

að fá ekki litið aftur

því þú áttir stað í vitund minni.Þú tókst sjón mína.Þú fagra, miskunnarlausa

náttúra.

Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka.