KEANU Reeves, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni "Speed", hitti vin sinn, gamanleikarann Richard Pryor, í bókabúð í Los Angeles nýlega. Pryor var þar að árita sjálfsævisögu sína, "Pryor Convictions and Other Life Sentences", sem kom út fyrir skemmstu.
Keanu styður

Richard í baráttunni

KEANU Reeves, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni "Speed", hitti vin sinn, gamanleikarann Richard Pryor, í bókabúð í Los Angeles nýlega. Pryor var þar að árita sjálfsævisögu sína, "Pryor Convictions and Other Life Sentences", sem kom út fyrir skemmstu. Pryor berst nú við MS-sjúkdóminn, en tökur á næstu mynd Reeves, "Dead Drop", hefjast í næsta mánuði. Reeves hefur stutt rækilega við bakið á Pryor í baráttu hans við sjúkdóminn.