KVENNAKIRKJAN heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Messan verður tileinkuð þeim tímamótum að 24. október næstkomandi verða 20 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og stuttar ræður flytja Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og Jenný Sigurðardóttir, sem kært hefur launamisrétti.
Kvennakirkjan í Neskirkju

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Neskirkju sunnudaginn 22. október kl. 20.30. Messan verður tileinkuð þeim tímamótum að 24. október næstkomandi verða 20 ár liðin frá Kvennafrídeginum.

Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og stuttar ræður flytja Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, og Jenný Sigurðardóttir, sem kært hefur launamisrétti.

Steinunn Jóhannesdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir og fleiri leikkonur, sem sungu baráttulög á plötunni Áfram stelpur, rifja upp gömlu lögin. Messusöng stjórnar Bjarney I. Gunnlaugsdóttir við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.

Kaffiveitingar verða eftir messu í safnaðarheimilinu.