LEIKARANUM Clint Eastwood voru dæmdar tæplega tíu milljónir króna frá slúðurblaðinu National Enquirerá fimmtudaginn. Blaðið hafði birt "viðtal" við Eastwood, sem aldrei átti sér stað. Lögmenn þess héldu fram að greinin hafi verið birt í góðri trú og Eastwood hafi aðeins verið að jafna gamlar sakir. Clint lét miskabæturnar renna til góðgerðarmála.
Clint fær miskabætur

LEIKARANUM Clint Eastwood voru dæmdar tæplega tíu milljónir króna frá slúðurblaðinu National Enquirer á fimmtudaginn. Blaðið hafði birt "viðtal" við Eastwood, sem aldrei átti sér stað. Lögmenn þess héldu fram að greinin hafi verið birt í góðri trú og Eastwood hafi aðeins verið að jafna gamlar sakir. Clint lét miskabæturnar renna til góðgerðarmála.