VILHJÁLMUR Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hefur boðað til kynningar- og samráðsfundar í Stássinu, Glerárgötu 20, nk. sunnudag kl. 14. Til fundarins eru boðaðir kröfuhafar í þrotabú A. Finnssonar hf. og aðrir þeir sem telja sig hafa tapað fjármunum í viðskiptum við fyrirtækin Aðalgeir Finnsson hf. og A. Finnsson hf.
Kynningar- og

samráðsfundur

VILHJÁLMUR Ingi Árnason, formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, hefur boðað til kynningar- og samráðsfundar í Stássinu, Glerárgötu 20, nk. sunnudag kl. 14.

Til fundarins eru boðaðir kröfuhafar í þrotabú A. Finnssonar hf. og aðrir þeir sem telja sig hafa tapað fjármunum í viðskiptum við fyrirtækin Aðalgeir Finnsson hf. og A. Finnsson hf.

Á fundinum verða kynntar ábendingar um athugunarverða þætti í fjármálalegri stjórn og viðskilnaði hins gjaldþrota fyrirtækis og forvera þess, eins og segir í fundarboði. Einnig gefst kröfuhöfum og öðrum, tækifæri til að koma með frekari ábendingar eða leiðréttingar, áður en skjölin verða afhent bústjóra og Ríkissaksóknara. Loks verður skaðabótakrafa á hendur Íslandsbanka hf. rædd á fundinum.