Fagradal-Fjórir skólakórar frá sex skólum komu saman í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum og voru þar við æfingar eina helgi nú í október. Kórarnir komu frá sex skólum; Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, stjórnandi Eva Bára Grímsdóttir, Skógaskóla og Heimalandi, stjórnandi Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Hjallaskóla í Kópavogi,
Skólakórar í æfingabúðum

Fagradal - Fjórir skólakórar frá sex skólum komu saman í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum og voru þar við æfingar eina helgi nú í október.

Kórarnir komu frá sex skólum; Hamarsskóla í Vestmannaeyjum, stjórnandi Eva Bára Grímsdóttir, Skógaskóla og Heimalandi, stjórnandi Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir, Hjallaskóla í Kópavogi, stjórnandi Guðrún Magnúsdóttir og Víkur- og Ketilsstaðaskóla, stjórnandi Anna Björnsdóttir. Alls voru samankomin u.þ.b. 100 börn úr þessum kórum.

Anna Björnsdóttir segir þetta góðan undirbúning fyrir vetrarstarfið og að farið hefði verið yfir lög sem syngja á í vetur. Í lokin var opin æfing og fengu þá foreldrar barnanna að hlusta á árangur helgarinnar.Morgunblaðið/Jónas Erlendsson FRÁ lokaæfingu kóranna.