ÁSDÍS

GUÐMUNDSDÓTTIR

Ásdís Guðmundsdóttir, húsfreyja, var fædd á Sólheimum í Hrunamannahreppi 10. ágúst 1913 og þar sleit hún barnsskónum. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Brynjólfsson, f. 10. janúar 1865 í Ketilshúshaga á Rangárvöllum, d. 8. maí 1952, og Guðrún Gestsdóttir, f. 15. október 1873 á Skúfslæk í Flóa, d. 5. desember 1918. Foreldrar Ásdísar byrjuðu sinn búskap á Skúfslæk í Flóa 1893­1899 og á Sólheimum í Hrunamannahreppi 1899­1926. Guðmundur var síðast í skjóli sona sinna á Syðra-Seli, Hrunamannahreppi, og lést þar. Systkini Ásdísar voru 11 talsins: Kristín, f. 12. maí 1894, var húsfreyja í Björgvin á Eyrarbakka. Guðrún, f. 23. september 1895, var húsfreyja í Hólmaseli í Flóa. Brynjólfur, f. 10. febrúar 1897, var bóndi á Sólheimum. Lára, f. 15. september 1898, var húsfreyja á Lækjamóti í Flóa. Helga, f. 23. mars 1900, var húsfreyja í Reykjavík. Kristrún, f. 13. maí 1901. Gestur, f. 25. nóvember 1902, var bóndi í Syðra-Seli. Steindóra, f. 7. maí 1905, var húsfreyja í Reykjavík. Sigríður, f. 3. september 1906, var húsfreyja í Reykjavík. Guðríður, f. 13. janúar 1909, var húsfreyja í Reykjavík. Böðvar, f. 24. júní 1911, bóndi í Syðra-Seli í Hrunamannahreppi. Öll systkini Ásdísar eru látin nema Böðvar. Ásdís tók barnaskólapróf eins og algengt var til sveita á þessum árum. Hún fór ung að vinna fyrir sér og var vinnukona í Reykjavík á veturna en í kaupavinnu á sumrin til sveita. Hinn 14. maí 1934 hóf Ásdís sambúð í Reykjavík með Gísla Gíslasyni skipasmiði, f. 13. nóvember 1902 í Stekkum í Flóa, d. 24. desember 1972. Foreldrar hans voru Gísli Ólafsson, bóndi í Stekkum, Flóa, og kona hans Sigríður Filipusdóttir, húsfreyja í Stekkum. Ásdís og Gísli fluttu til Vestmannaeyja 3. september 1935. Þau gengu í hjónaband 26. júlí 1972 og varð þeim fimmtán barna auðið.Þau eru: Unnur, f. 10. ágúst 1934, starfsmaður Sundlaugar Kópavogs, gift Hauki Berg, búsett í Kópavogi, og eignuðust þau fimm börn og eiga níu barnabörn. Haukur, f. 29. október 1935, vélstjóri í Vestmannaeyjum, d. 2. mars 1980, var kvæntur Valborgu Guðmundsdóttur, og eignuðust þau þrjár dætur og tvö barnabörn. Garðar, f. 3. mars 1937, skósmiður, kvæntur Húnbjörgu Einarsdóttur, búsettur í Hafnarfirði, og eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Guðrún, f. 3. nóvember 1938, húsmóðir gift Magnúsi Sveinssyni, búsett í Reykjavík, og á hún þrjú börn og fimm barnabörn. Sigríður, f. 3. nóvember 1938, húsmóðir, gift Guðna Benediktssyni, búsett í Vestmannaeyjum, og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Gísli, f. 15. mars 1940, verkstjóri, kvæntur Önnu Sóleyju Eggertsdóttur, búsettur í Vestmannaeyjum, og á hann tvo syni, þrjú fósturbörn og þrjú barnabörn. Þóra, f. 6. ágúst 1941, d. 1. mars 1944. Guðmundur, f. 2. nóvember 1942, vélstjóri í Vestmannaeyjum, d. 5. nóvember 1968. Halldóra, f. 20. júlí 1944, d. 17. maí 1954. Sigurlaug, f. 12. janúar 1946, afgreiðslumaður, gift Þorvaldi Helga Benediktssyni, búsett í Reykjavík, og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. Stefán, f. 21. júní 1948, d. 22. apríl 1966. Ólafur, f. 12. nóvember 1949, matsmaður, í sambúð með Birnu Soffíu Björnsdóttur, búsettur í Vestmannaeyjum, og eiga þau þrjú börn. Kristrún, f. 2. mars 1952, húsmóðir, gift Þorsteini Ingólfssyni, búsett í Vestmannaeyjum, og eiga þau tvö börn. Halldóra, f. 30. september 1955, skrifstofumaður, í sambúð með Sigurjóni Guðmundssyni, búsett í Vestmannaeyjum og á hún eitt barn. Þóra, f. 5. mars 1957, húsmóðir, gift Steinþóri Hjaltasyni, búsett í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn. Gísli Ragnarsson, sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa, f. 29. maí 1957, vélsmiður, kvæntur Guðbjörgu Ósk Baldursdóttur, búsettur í Vestmannaeyjum, og eiga þau tvö börn. Afkomendur Ásdísar eru 88. Útför Ásdísar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.