Ásdís Guðmundsdóttir Okkur systkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar í "Héðó", eins og við kölluðum hana alltaf, með nokkrum orðum.

Það verður ósköp tómlegt að koma til Eyja núna þegar amma er ekki lengur til staðar. Hún var alltaf á staðnum, tilbúin til þess að taka á móti gestum og þeir voru ófáir sem lögðu leið sína í eldhúsið til hennar og fengu þar kjötsúpuna, eða eitthvað annað góðgæti. Alltaf var hún ánægðust þegar húsið var fullt af ættingjum og vinum sem það yfirleitt var.

Hún amma var hláturmild og full af lífsgleði og hlýjan steymdi frá henni þegar hún klappaði manni eða var bara nálæg.

Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði.

Þín barnabörn,

Halldóra, Matthildur, Þórunn Helga og Guðmundur Stefán.