FJÖLNIR BJÖRNSSON

Fjölnir Björnsson var fæddur í Mýnesi í Eiðaþinghá 4. apríl 1922. Hann lést á Borgarspítalanum 12. október síðastliðinn. Fjölnir var yngsta barn hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur, f. 8.3. 1884, d. 17.5. 1959, og Björns Antonýssonar, f. 4.10. 1876, d. 30.5. 1930. Alsystkini hans eru: Hrefna, f. 8.8. 1911, Einar, f. 15.4. 1913, Hjalti, f. 27.12. 1915, Ari, f. 19.5. 1917, d. 2.1. 1993, og Ólafur, f. 18.3. 1920, d. 28.12. 1979. Fjölnir eignaðist einn son, Baldur, f. 8.3. 1951. Móðir hans var Þuríður Indriðadóttir, f. 8.6. 1925, dáin 25.8. 1993. Útför Fjölnis fór fram frá Fossvogskirkju 20. október.