GUÐRÚN OLGA STEFÁNSDÓTTIR

Guðrún Olga Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 12. mars 1926. Hún lést á Landspítalanum 24. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hulda Clausen f. 3. apríl 1898, d. 23. ágúst 1970, og Stefán Karl Sigurðsson, f. 18. maí 1897, d. 26. september 1951. Systur Guðrúnar Olgu eru: Pálína sem nú er látin og Ragnheiður, gift Patrick A. Castellano, sem er látinn. Ragnheiður býr í Arizona. Eiginmaður Olgu var Ólafur Sigfússon, f. 29. september 1923, d. 18. apríl 1991, frá Ey í V-Landeyjum. Börn þeirra eru: 1) Guðni Þór, f. 6. apríl 1952, prófastur á Melstað í Miðfirði, kvæntur Herbjörtu Pétursdóttur frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru Ólafur Teitur, Pétur Rúnar, báðir háskólanemar, Árni Þorlákur, Lilja Írena og Eysteinn Guðni. 2) Stefán, f. 9. október 1952, umsjónarmaður, kvæntur Ólafíu Þórdísi Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru: Guðrún Olga, Ólafur Þór, hann átti áður soninn Birgi. 3) Sigurður Rúnar, f. 4. apríl 1955, pípulagningamaður í Reykjavík, kvæntur Mjöll Gunnarsdóttur, þeirra dóttir er Sunna. Hann var áður kvæntur Hrönn Sturlaugsdóttur, dóttir þeirra er Sara. Guðrún Olga og Ólafur ólu einnig upp Bettý Stefánsdóttur, systurdóttur Guðrúnar Olgu.

Útför Guðrúnar Olgu fór fram frá Dómkirkjunni 3. október síðastliðinn.