NÍTJÁN manns létust í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, tíu karlar, sex konur og þrjú börn. Lítillar stúlku var enn saknað í gærkvöldi. Fjórir voru grafnir lifandi úr flóðinu, en auk þeirra bjargaðist 21 íbúi úr húsum, sem flóðið lenti á. Þau, sem létust, eru:
Harmleikurinn

á Flateyri

NÍTJÁN manns létust í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, tíu karlar, sex konur og þrjú börn. Lítillar stúlku var enn saknað í gærkvöldi. Fjórir voru grafnir lifandi úr flóðinu, en auk þeirra bjargaðist 21 íbúi úr húsum, sem flóðið lenti á. Þau, sem létust, eru:

Þórður Júlíusson , 58 ára, Hjallavegi 6. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sex uppkomin stjúpbörn.

Sigurður Þorsteinsson , 39 ára, og sonur hans, Þorsteinn Sigurðsson , 18 ára. Þeir voru til heimilis að Hjallavegi 8. Eftir lifa eiginkona Sigurðar og þrjú börn þeirra, þar á meðal yngri sonurinn, Atli Már Sigurðsson, 14 ára, sem bjargaðist úr snjóflóðinu.

Kristinn Jónsson , 42 ára. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Kristinn var gestkomandi að Hjallatúni 8. Hann hafði yfirgefið heimili sitt að Ólafstúni 9 kvöldið áður en snjóflóðið féll, vegna þess að þar var þá talin hætta á snjóflóði. Húsið stendur óskemmt.

Haraldur Eggertsson, 30 ára, kona hans Svanhildur Hlöðversdóttir , 30 ára, og börn þeirra tvö Haraldur Jón Haraldsson , 4 ára, og Ástrós Birna Haraldsdóttir , 3 ára. Yngsta barnsins, Rebekku Rutar Haraldsdóttur , eins árs, er saknað. Fjölskyldan var til heimilis að Hjallavegi 10.

Benjamín Oddsson, 59 ára, Hjallavegi 12. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjórar uppkomnar dætur. Kona Benjamíns gisti annars staðar í bænum.

Þorleifur Ingvason , 38 ára, og sambýliskona hans Lilja Ásgeirsdóttir , 34 ára, Hafnarstræti 41. Þau áttu ekki börn saman en Lilja lætur eftir sig tvær dætur.

Svana Eiríksdóttir , 19 ára, Unnarstíg 2. Hún var búsett í Kópavogi en dvaldi um helgina á heimili foreldra sinna. Systir Svönu, Sóley, 11 ára, var grafin lifandi úr snjónum. Eftir lifa einnig foreldrar þeirra, Eiríkur Guðmundsson og Ragna Ólafsdóttir, sem stödd voru í Reykjavík, og bræður þeirra tveir.

Halldór Ólafsson , 24 ára, var gestkomandi að Unnarstíg 2. Hann var búsettur í Hnífsdal, en veðurtepptur á Flateyri. Halldór var ókvæntur og barnlaus.

Sólrún Ása Gunnarsdóttir , 15 ára, Unnarstíg 4. Hún lætur eftir sig foreldra, Gunnar Guðmundsson og Elínu H. Jónsdóttur, sem björguðust af eigin rammleik úr flóðinu, og tvær eldri systur, sem búsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.

Magnús E. Karlsson, 53 ára, kona hans Fjóla Aðalsteinsdóttir, 50 ára, og dóttir þeirra Linda Björk Magnúsdóttir, 24 ára. Þau bjuggu í Hafnarstræti 45. Þrjú uppkomin börn lifa foreldra sína og systur.