23. nóvember 1995 | Neytendur | 101 orð

Samkeppnisstofnun

Lög og reglur um neytendavernd kynntar

SAMKEPPNISSTOFNUN er þessa dagana að kynna lög og reglur um neytendavernd hér á landi því í kjölfar þess að EES-samningurinn gekk í gildi voru sett ný lög og reglur þar að lútandi. Sum þessara laga heyra undir samkeppnisyfirvöld og eitt af hlutverkum Samkeppnisstofnunar er að kynna neytendum hvað í þeim felst.
Samkeppnisstofnun Lög og reglur um neytendavernd kynntar

SAMKEPPNISSTOFNUN er þessa dagana að kynna lög og reglur um neytendavernd hér á landi því í kjölfar þess að EES-samningurinn gekk í gildi voru sett ný lög og reglur þar að lútandi. Sum þessara laga heyra undir samkeppnisyfirvöld og eitt af hlutverkum Samkeppnisstofnunar er að kynna neytendum hvað í þeim felst. Hluti umræddrar kynningar Samkeppnisstofnunar felst í útgáfu blaðs sem ætlað er almenningi. Þar er fjallað um fimm þætti sem að neytendum snúa, þ.e. verðmerkingar, mælieiningarverð, auglýsingar, neytendalán og alferðir, öðru nafni pakkaferðir. Á næstu vikum munu þessir liðir einnig verða kynntir á neytendasíðu Morgunblaðsins.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.