KOMNAR eru út tvær bækur eftir Andrés Guðnason, ljóðabókin Hugarflug og smásagnasafnið Myndir í sandinn. AndrésGuðnasongaf út tímaritið Víðsjá(1947­49)og sendi frásér bókina Íöðrum löndum (1950). Ífyrra komeftir hannskáldsagan Gunsukaffi.
Nýjar bækur

Hugarflug

og myndir

KOMNAR eru út tvær bækur eftir Andrés Guðnason, ljóðabókin Hugarflug og smásagnasafnið Myndir í sandinn.

Andrés Guðnason gaf út tímaritið Víðsjá (1947­49) og sendi frá sér bókina Í öðrum löndum (1950). Í fyrra kom eftir hann skáldsagan Gunsukaffi. Um ljóð segir Andrés: "Höfundur þessarar bókar er þeirrar skoðunar að ljóð sé ekkert annað en lítil saga oft í myndmáli. Og því skýrara sem myndmálið er því betra." Um smásögur kemst hann þannig að orði að allar góðar sögur hafi einhverja stoð í veruleikanum, en skýr mynd af söguefninu eigi þó að vera í fyrirrúmi.

Útgefandi er höfundur. Hugarflug er 72 síður, Myndir í sandinn 103 síður. Verð hvorrar bókar er 1.400 kr.

Andrés Guðnason